top of page

Jafnlaunastefna og Jafnréttisáætlun

Stjörnugrís hf. hefur innleitt jafnlaunakerfi skv. ÍST 85:2012 á grundvelli 7. gr. laga nr. 150/2020 um jafnlaunavottun sem nær til alls starfsfólks óháð starfsstöð með jafnlaunastefnu þessa sem grunn. Tilgangur með jafnlaunakerfi er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu kynja innan Stjörnugríss hf. með það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsfólks til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað.

Jafnréttisstefna og jafnréttisáætlun þessi minnir stjórnendur og allt starfsfólk á mikilvægi þess að öll séu jöfn og að meta eigi þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og hæfni einstaklinga án tillits til kyns.

Mikilvægt er að fylgja meginreglunni um að öll njóti sömu tækifæra:

  • kjör eru ákveðin með sama hætti fyrir sömu eða jafn verðmæt störf

  • starfsfólk hefur sömu tækifæri til menntunar/endurmenntunar/símenntunar/námskeiða

  • öllum kynjum stendur til boða að sækja um störf hjá félaginu

  • leitast er við að finna leiðir til að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf

  • ofbeldi er ekki liðið; hér undir fellur meðal annars kynbundið/kynferðislegt ofbeldi/áreitni

Jafnlaunastefna og jafnréttisáætlun þessi er órjúfanlegur hluti af launastefnu Stjörnugríss hf. og er jafnlaunakerfið undir stöðugum umbótum og eftirliti. Þættir sem hafa áhrif á launamyndun eru m.a. gildandi kjarasamningar, lög og reglur ásamt launaþróun. Starf, menntun, þekking og reynsla skipta einnig máli þegar kemur að launamyndun. Komi upp frábrigði er brugðist við þeim.

Í jafnlaunakerfinu eru sett fram jafnlaunamarkmið og þau rýnd og endurskoðuð samkvæmt verklagsreglum þar að lútandi.

Jafnlaunastefnan er kynnt öllu starfsfólki og er aðgengileg almenningi.

Hafir þú einhverjar ábendingar varðandi jafnlaunakerfið geturðu sent þær hér

Incidents & Complaints (ccq.cloud)

Markmið og áætlanir

Leiðarljós:

Við erum eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði kynja er virt í hvívetna og öll kyn hafa jöfn tækifæri til að nýta eigin atorku og þróa hæfileika sína.

Markmið:

Núgildandi jafnlaunamarkmið okkar er að finna í listanum hér að neðan. Jafnlaunamarkmiðin gilda fyrir alla starfsemi Stjörnugríss hf.

Grundvöllur jafnlaunamarkmiðanna er að þau séu mælanleg og er árangur þeirra mældur og rýndur af stjórnendum árlega. Einnig er afstaða tekin til þess hvort endurskoða eigi markmiðin sem styður við skuldbindingu um stöðugar umbætur.

Fjármálastjóri má leggja til endurskoðun og breytingar á jafnlaunamarkmiðum og stjórnendur mega koma með sínar tillögur að endurskoðun.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að fylgja markmiðum eftir svo þeim sé náð. Allir stjórnendur skuldbinda sig til þess að styðja við þær aðgerðir sem þarf til þess að ná markmiðunum.

Núgildandi jafnlaunamarkmið:

  • Viðhalda jafnlaunavottun

  • Útrýma kynbundnum launamun

  • Kynjahlutföll stjórnenda jöfn

  • Kynjahlutföll þeirra sem nýta fæðingarorlof jafnt.

  • Öll kyn skulu hafa jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf

bottom of page